Logo

Góðgerðarvika Hugins 2017

participants

28 Þátttakendur

Góðgerðarvika Hugins, skólafélagsins í Menntaskólanum á Akureyri, verður haldin 5-9. febrúar er stefnt að því að safna einni milljón til styrktar Aflsins, samtaka gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Það hefur sannað sig upp á síðkastið, þá sérstaklega með #metoo byltingunni og umræðunni í kjölfarið, hvað kynferðisofbeldi er ennþá gríðarlega útbreitt vandamál í okkar samfélagi og varðar okkur öll. Aflið sér fyrir einstaklingsviðtölum fyrir þolendur ofbeldis og aðstendur þeirra, heldur úti fræðslu um kynferðis- og heimilisofbeldi, afleiðingar þess ásamt því að halda starfandi sjálfshjálparhópum fyrir þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis. Til að vekja athyglina á söfnunni hefur stór hópur nemenda boðið sig fram til að láta heita á sig í vikunni og gera eitthvað flippað og skemmtilegt ef það tekst að safna ákveðnum upphæðum.

24.751kr. safnað

Þessi viðburður var stofnaður 04. febrúar 2018

avatar

óvirkt

@

Þessi notandi er viðurkenndur. Kass tryggir að viðurkenndir notendur séu þeir sem þeir segjast vera.

24.251kr

safnað

28

Þátttakendur

Láttu orðið berast