Logo

Sýndarleikur Vestra: Fyllum Jakann

Kæru stuðningsmenn og velunnarar Körfuknattleiksdeildar Vestra. Eins og flestum er kunnugt kemur hið fordæmalausa ástand, sem öll heimsbyggðin upplifir nú, afar illa niður á íþróttafélögum. Mikil óvissa ríkir um það hvenær og hvernig hægt verður að hefja skipulagt íþróttastarf á nýjan leik. Meistaraflokkur karla var búinn að tryggja sig inn í úrslitakeppni 1. deildar þegar keppni var aflýst. Það var mikill hugur í okkar mönnum sem höfðu unnið sjö af síðustu átta leikjum sínum. Allar okkar áætlanir höfðu miðað að því að vera komin með liðið á þennan stað þegar ósköpin dundu yfir. Mörg félög hafa nú gripið til þess að leita til stuðningsmanna sinna um fjárstuðning með því að selja inn á leiki í úrslitakeppninni, sem aldrei mun þó fara fram. Við vitum að karfan á Ísafirði á stóran hóp af fyrrum leikmönnum, stjórnarfólki og stuðningsmönnum um allt land, og jafnvel víðar. Því langar okkur að freista þess að leita eftir aðstoð ykkar við að rétta fjárhaginn þannig við að loka megi rekstri tímabilsins með viðunandi hætti og koma þannig sterkari til leiks í haust. Með fyrirfram þökkum, Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra

Þessi viðburður var stofnaður 20. apríl 2020

K

Körfuknattleiksdeild Vestra

@vestrikarfa

Láttu orðið berast